Verðmæt landkynning í Condé Nast Traveler

Þröstur hvílir sig á steini í Mývatnssveit.
Þröstur hvílir sig á steini í Mývatnssveit. mbl.is/Ómar

Ítarlega er fjallað um Ísland í grein sem hefur verið birt í hinu virta ferðatímariti Condé Nast Traveler. Fram kemur í frétt frá Ferðamálastofu að greinin, sem birt er í júlíhefti tímaritsins, fjalli að mestu um Norðurland og Vestfirði. Talið er að bein verðmæti þessarar landkynningar nemi um 70 milljónum kr.

Í greininni, sem blaðakonan Sue Halpern skrifar, er náttúrufegurð landsins lýst, en meðal staða sem lýst er í greininni er Grímsey, Mývatnssveit, Húsavík, Skagafjörður og Hornstrandir. Fjöldi fallegra ljósmynda prýða greinina.

Fram kemur að skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum hafi lagt drögin að ferð blaðamannsins til landsins fyrir tveimur árum og þótt biðin eftir greininni hafið verið löng, þá megi segja að hún hafi ríkulega borgað sig. „Blaðið kemur út mánaðarlega í tæplega einni milljón eintaka, er jafnan um 150 síður og er skráð auglýsingaverð 5,5 miljónir króna per síðu. Greinin um Ísland er í heild sinni 13 síður og má þá áætla að bein verðmæti þessarar landkynningar sé um 70 miljónir króna,” er haft eftir Einari Gústavssyni, forstöðumanni Ferðamálastofu í New York.

Vefur Ferðamálastofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka