Allnokkrir ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tveir voru einnig sviptir ökuleyfi til bráðabirgða en bílar þeirra mældust á meira en tvöfalt leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti í gærkvöldi. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri.
Tveir ökumenn voru einnig teknir fyrir ölvunarakstur. Annar var stöðvaður í miðborginni um kvöldmatarleytið en hinn í Kópavogi í nótt. Þeir eru báðir um þrítugt. Til viðbótar stöðvaði lögreglan þrjá ökumenn sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Annar þeirra er 18 ára og hefur hann áður verið tekinn fyrir samskonar brot.