Átta handteknir í Straumsvík og hlið opnuð á ný

Frá Straumsvík í dag.
Frá Straumsvík í dag. mbl.is/Júlíus

Lögregla handtók átta manns úr röðum Saving Iceland en um tuttugu manns úr samtökunum mótmæltu við hlið álvers Alcan í Straumsvík nú eftir hádegið. Höfðu liðsmenn Saving Iceland hlekkjað sig við hliðið inn á athafnasvæði álversins og endaði lögregla með því að losa fólkið af hliðinu. Er verið að flytja mótmælendurna á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Enn eru nokkrir mótmælendur á svæðinu og hafa eru einhverjir þeirra að hlekkja sig við síló í talsverðri hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka