Fleiri sækja um en komast að í frumgreinadeild Keilis

Háskólanemar flykktust í gömlu varnarstöðina við Keflavíkurflugvöll í dag til að skrifa undir leigusamninga. Varnarsvæðið verður þar með að stúdentagörðum en um 700 nemar flytjast á svæðið í ágúst n.k. og fjölgar því talsvert í Reykjanesbæ þegar líða tekur á haustið.

En á varnarsvæðinu, sem nú er kennt við Keili, verða ekki aðeins ódýrar stúdentaíbúðir heldur hefst kennsla við nýja frumgreinadeild á svæðinu strax í haust í samvinnu við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert