Sjóflutningsgjöld Eimskips milli Íslands og Norður-Ameríku hækka um 10% frá og með næstu mánaðamótum. Samhliða því munu sjóflutningsgjöld milli Íslands og Evrópu hækka um 4,7%, auk þess sem þjónustugjöld Eimskips á Íslandi hækka um sömu prósentutölu og akstur innanlands um 3%. Framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafssviðs Eimskips segir að hækkunina megi rekja til aukins kostnaðar í höfnum erlendis, almennra verðhækkana og launaþróunar.
"Þetta kemur mér gífurlega á óvart. Ég hélt að slagurinn væri það harður að menn horfðu ekki á þetta með þessum hætti í flutningum," segir Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa. Hann segist þó skilja hækkunina að vissu leyti. Gríðarleg eftirspurn sé eftir gámum, en þrátt fyrir það hafa gjöldin farið mikið niður og haldist í stað vegna harðrar samkeppni á flutningamarkaði hér á landi.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.