„Góð mótvægisaðgerð að efla hjúkrunarheimili á landsbyggðinni"

Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir í pistli á bloggsíðu sinni í dag að hann hafi ekki trú á að fólk komi til með að flykkjast til Vestfjarða til að vinna í stóriðju. Þá spyr hann hver eigi að vinna þar og hvert eigi að vera hlutverk landsbyggðarinnar í framtíðinni. Þá veltir hann því upp hvort það sé eftirsóknarverð framtíðarsýn að stjórnsýslan, fjármálageirinn, menntastofnanir, sprotafyrirtækin verði á höfuðborgarsvæðinu en stóriðjan á landsbyggðinni. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins Besta.

Þá setur Grímur spurningamerki við uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík og segir að á landsbyggðinni séu reknar litlar hagkvæmar einingar sem beri að efla. Rekstrarvandi öldrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu sé vel þekktur og að það væri góð mótvægisaðgerð að efla hjúkrunarheimili á landsbyggðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert