Á næstu vikum verða teknar í gagnið tvær rafrænar hraðamyndavélar á þjóðvegi nr. 1, báðar staðsettar í Hvalfjarðarsveit. Vélarnar taka myndir af bílum sem aka yfir löglegum hraða, og senda þær beint til sýslumannsins á Stykkishólmi sem útbýr sektarboð til brotlegra ökumanna. „Fyrirhugað er að búið verði að setja upp 16 vélar á þjóðvegum landsins fyrir lok árs 2008, og verða þær þar sem mest þörf þykir að minnka hraðakstur," segir Jónína Sigurðardóttir hjá ríkislögreglustjóra.
Vilji ökumaður mótmæla sektinni mun hann þó ekki þurfa að gera sér ferð til Stykkishólms. „Þeir sem fá sekt geta skoðað myndirnar hjá lögreglunni í því umdæmi sem þeir búa, en yfirmenn í hverju umdæmi munu fá aðgang að myndunum."
Sjá nánar í Blaðinu í dag.