Íslenskur hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita

Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við HR, og dr. Yngvi …
Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræðum við HR, og dr. Yngvi Björnsson, dósent við HR.

Íslensk­ur hug­búnaður bar sig­ur úr být­um í keppni al­hliða leikja­for­rita sem hald­in var í Vancou­ver í Kan­ada en keppn­inni lauk í gær. Hug­búnaður­inn er frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og bar hann sig­ur úr bít­um í úr­slita­leik við Kali­forn­íu­há­skóla (UCLA) sem varð heims­meist­ari fyr­ir tveim­ur árum og í öðru sæti í fyrra.

Þetta er í fyrsta skipti sem Há­skól­inn í Reykja­vík tek­ur þátt í þess­ari keppni, en dr. Yngvi Björns­son, dós­ent við Há­skól­ann í Reykja­vík og Hilm­ar Finns­son, meist­ara­nemi í tölv­un­ar­fræðum við Há­skól­ann í Reykja­vík, hönnuðu leik­inn. Úrslita­keppn­in fór fram á AAAI ráðstefn­unni sem er önn­ur tveggja stærstu og virt­ustu ráðstefna á sviði gervi­greind­ar í heim­in­um. Undan­keppn­in, sem stóð yfir í 8 daga, fór fram í fyrra mánuði í Stan­ford há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um og þar bar ís­lenski hug­búnaður­inn einnig sig­ur úr být­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert