Mótmæla aðdróttunum um vigtar- og kvótamál

Stjórn Hafna­sam­bands Íslands hef­ur sent frá sér álykt­un varðandi vigt­ar- og kvóta­mál. Seg­ir í álykt­un­inni að það sé óviðun­andi fyr­ir ís­lensk­ar hafn­ir og starfs­menn hafn­anna, að í blaðagrein­um sé látið liggja að því að pott­ur sé brot­inn í þess­um efn­um. Stjórn Hafna­sam­bands Íslands mót­mæl­ir þeim aðdrótt­un­um enda eru þær full­kom­lega raka­laus­ar og á eng­um for­send­um byggðar. „Að und­an­förnu hef­ur átt sér stað umræða um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið, kvóta­mál og aðkomu starfs­manna hafna á Íslandi að vigt­un sjáv­ar­afla. Á vett­vangi ís­lenskra hafna hef­ur ít­rekað verið fjallað um sí­fellt aukn­ar og hert­ar regl­ur um vigt­un sjáv­ar­afla og aukna ábyrgð stafs­manna hafn­anna, þ.m.t. refsi­á­byrgð ef útaf regl­un­um er brugðið.

Starfs­menn hafna hafa lýst yfir áhyggj­um sín­um af sí­fellt flókn­ara reglu­verki og auk­inni ábyrgð án þess að á móti komi end­ur­gjald til hafn­anna frá rík­inu.

Hafn­ir skila til Fiski­stofu, und­an­tekn­ing­ar­laust og inn­an nokk­urra klukku­stunda frá lönd­un, ít­ar­leg­um upp­lýs­ing­um um landaðan afla skipt niður á teg­und­ir.

Þessu hlut­verki hafa starfs­menn hafna um allt land sinnt af stakri kost­gæfni og sam­visku­semi enda hafa út­gerðarfyr­ir­tæki, sjó­menn og Fiski­stofa treyst störf­um hafn­ar­starfs­manna í hví­vetna.

Eng­in þau til­vik hafa komið upp sem leiða til efa­semda um heiðarleika eða sam­visku­semi vigt­ar­manna við vigt­un sjáv­ar­afla. Það er því óviðun­andi fyr­ir ís­lensk­ar hafn­ir og starfs­menn hafn­anna, að í blaðagrein­um sé látið liggja að því að pott­ur sé brot­inn í þess­um efn­um.

Stjórn Hafna­sam­bands Íslands mót­mæl­ir þeim aðdrótt­un­um enda eru þær full­kom­lega raka­laus­ar og á eng­um for­send­um byggðar," að því er seg­ir í álykt­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert