Paul Watson hættur við fyrirhugaða Íslandsferð

Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsinu í janúar árið 1988.
Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsinu í janúar árið 1988. Sverrir Vlhelmsson

Paul Watson, talsmaður Sea Shepherd samtakanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína hingað til lands. Watson er um borð í skipinu Farley Mowat sem kom til Galapagos eyja frá Mebourne í Ástralíu þann 22. júní síðastliðinn en upphaflega stóð til að skipið héldu þaðan til Íslands eftir stutt stopp. Nú hafa samtökin hins vegar greint frá því að hætt hafi verið við Íslandsferðina og segir hann ástæðuna þá ógn sem steðji að vistkerfi Galapagos-eyja og samvinnu samtakanna við yfirvöld í Ekvador.

Þá segir í fréttatilkynningu sem birt er á vef samtakanna að samvinna Sea Shephard við yfirvöld í Ekvador byggist á sameiginlegri yfirferð náttúruverndarlaga, sem taki til Galapagos-eyja, og stefnumótun varðandi eftirfylgni þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert