Tveir mótmælendur handteknir í Straumsvík

Frá Straumsvík í dag.
Frá Straumsvík í dag. mbl.is/Júlíus

Lög­regla hef­ur hand­tekið tvo úr hópi mót­mæl­enda frá sam­tök­un­um Sa­ving Ice­land við veg­inn sem ligg­ur upp að ál­ver­inu í Straums­vík. Alls eru um fimm lög­reglu­bif­reiðar á staðnum og hef­ur lög­regla beðið mót­mæl­end­ur um að yf­ir­gefa staðinn friðsam­lega að öðrum kosti verði þeir hand­tekn­ir. Í til­kynn­ingu frá Sa­ving Ice­land kem­ur fram að um 20 mót­mæl­end­ur hafi læst sig sam­an og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu.

Sa­ving Ice­land seg­ist vera með þessu að mót­mæla fyr­ir­huguðu ál­veri Rio Tinto-Alcan á Keil­is­nesi eða Þor­láks­höfn, stækk­un ál­vers­ins í Hafnar­f­irði og nýju ál­veri í Suður-Afr­íku sem verður keyrt áfram af kol­um og kjarn­orku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert