Watson: Aðstæður réðu því að Íslandsför var frestað

Langreiður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði árið 1989.
Langreiður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði árið 1989. Bjarni Eiríksson

Paul Watson, formaður og talsmaður Sea Shepherd samtakanna, segir að hætt hafi verið við fyrirhugaða ferð Farley Mowat, skips samtakanna, hingað til lands þar sem neyðarástand hafi komið upp á Galapagos-eyjum þar sem skipið er nú statt. Watson sagði í samtali við blaðamann mbl.is í kvöld að aðstæður hafi hagað því þannig að skipið hafi verið statt þar þegar fréttist af áætlunum um að kasta 100 tonnum af járnryki í tilraunaskyni í sjóinn, um 350 mílum vestur af eyjunum.

Spurður um áhrif þessa á baráttu samtakanna gegn hvalveiðum við Ísland sagði Watson að þar sem skipið væri statt þarna og engin áreiðanleg svör hefðu fengist um það hvort til stæði í raun að hefja veiðar á langreiðum við Ísland hefði verið ákveðið að forgangsraða verkefnum með þessum hætti.

Þá sagði hann samtökin hafa yfir þremur skipum að ráða en að hin tvö væru stödd í Ástralíu og að hann teldi ekki vert að sigla þeim til Íslands á þessu sumri úr þessu.

Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsinu í janúar árið 1988.
Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsinu í janúar árið 1988. Morgunblaðið/ Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert