Áskorun til Saving Iceland

Bjarki Vigfússon, Brynjar Guðnason og Hjalti Björn Valþórsson standa á bak við undirskriftasöfnun á depilhogg.com undir undirskriftinni: Áskorun á Saving Iceland þar sem Saving Iceland samtökin eru hvött til þess að stunda eingöngu löglegar mótmælaaðgerðir.

Á depilhogg.com segir:
„Alþjóðlegu mótmælendasamtökin Saving Iceland hafa farið mikinn undanfarna daga og vikur til þess að vekja athygli á málstað sínum, þ.e. að bjarga Íslandi frá ál-stóriðju og náttúruspjöllum.

Að vekja athygli á málstað sínum er grundvallarréttur allra. Að gera það með ólöglegum hætti, s.s. með skerðingu ferðafrelsis hins almenna borgara (innkaupakerrur settar fyrir inngang Kringlunnar 10. júlí sl.), með eignaspjöllum á byggingum í einkaeigu* (málningu slett á höfuðstöðvar Athygli og ræðismannaskrifstofu Íslands í Edinborg) og umferðartöfum (Snorrabraut) er ólíðandi.

Við hvetjum alla eindregið til þess að setja nafn sitt á listann, einu gildir um pólitískar skoðanir þess á stóriðju, áli eða nokkru öðru þar sem framkoma eins og þessi er dæmd til þess að koma niður á málstaðnum en ekki vinna honum brautargengi.

Með undirskriftasöfnuninni er einnig verið að benda meðlimum Saving Iceland á þá augljósu staðreynd að bæði almenn umræða og fjölmiðlaumfjöllun um samtökin hefur hingað til verið einkar neikvæð sökum þess hvernig þau hafa staðið að ákveðnum ólöglegum aðgerðum.

Við hvetjum Saving Iceland til þess að beita vísindalegum gögnum, uppbyggilegum samræðum og táknrænum mótmælastöðum í stað eignaspjalla, skrílsláta í Kringlunni og mannlegra vegtálma með tilheyrandi umferðartöfum og hættum."

Áskorun til Saving Iceland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert