Barn hjólaði á mikilli ferð á bíl

Barn á reiðhjóli hlaut minni­hátt­ar meiðsl er það hjólaði á bif­reið á Ísaf­irði skömmu eft­ir klukk­an eitt í dag. Tvær stúlk­ur voru að hjóla niður Halla­brekku og ók önn­ur þeirra í veg fyr­ir bíl sem kom ak­andi eft­ir Túngötu sem ligg­ur þvert á Halla­brekku. Ökumaður bif­reiðar­inn­ar náði að snar­bremsa og koma þannig í veg fyr­ir a hann æki á stúlk­una. Hin stúlk­an hjólaði hins veg­ar á tals­verðri ferð inn í hlið bíls­ins.

Hún var með reiðhjóla­hjálm og reynd­ist ekki al­var­lega slösuð. Lög­regl­an á Ísaf­irði vill þó hvetja for­eldra og for­ráðamenn barna til að brýna fyr­ir börn­um sín­um að passa sig á um­ferðinni og seg­ir að lær­dóm­ur vetr­ar­ins vilji oft gleym­ast í leik sum­ars­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka