Óvíst er hvort almenningur mun hafa aðgang að útivistarsvæðinu í Galtalækjarskógi eftir að svæðið verður afhent nýjum eigendum í september. Svæðið hefur verið í eigu Bindindisfélagsins Stúkunnar en það hefur nú neyðst til að selja svæðið vegna uppsafnaðra skulda vegna tapreksturs á Bindindismótinu í Galtalæk á undanförnum árum. Hugmyndir munu vera uppi um að reisa sumarhúsabyggð á svæðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Ekki verður haldið bindindismót í Galtalæk um verslunarmannahelgina líkt og hefð er fyrir. Tjaldstæði þar verða þó opin og verður kveikt upp í varðeldi á svæðinu.