Galtalækjarskógur seldur

Frá bindindismóti í Galtalæk.
Frá bindindismóti í Galtalæk. mbl.is/Golli

Óvíst er hvort al­menn­ing­ur mun hafa aðgang að úti­vist­ar­svæðinu í Galta­lækj­ar­skógi eft­ir að svæðið verður af­hent nýj­um eig­end­um í sept­em­ber. Svæðið hef­ur verið í eigu Bind­ind­is­fé­lags­ins Stúk­unn­ar en það hef­ur nú neyðst til að selja svæðið vegna upp­safnaðra skulda vegna ta­prekst­urs á Bind­ind­is­mót­inu í Galta­læk á und­an­förn­um árum. Hug­mynd­ir munu vera uppi um að reisa sum­ar­húsa­byggð á svæðinu en það hef­ur ekki feng­ist staðfest. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Ekki verður haldið bind­ind­is­mót í Galta­læk um versl­un­ar­manna­helg­ina líkt og hefð er fyr­ir. Tjald­stæði þar verða þó opin og verður kveikt upp í varðeldi á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert