Mikill fjöldi við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson

mbl.is/Sverrir

Mik­ill mann­fjöldi var við kveðju- og minn­ing­ar­at­höfn um Ein­ar Odd Kristjáns­son, alþing­is­mann, í Hall­gríms­kirkju í dag. Ein­ar Odd­ur varð bráðkvadd­ur þann 14. júlí sl. Útför hans verður gerð frá Flat­eyr­ar­kirkju laug­ar­dag­inn 28. júlí klukk­an 14:00.

Þeir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, Davíð Odds­son, Seðlabanka­stjóri, Þor­steinn Páls­son, rit­stjóri Frétta­blaðsins, Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Víg­lund­ur Þor­steins­son, stjórn­ar­formaður BM Vallár, Styrm­ir Gunn­ars­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, Gunn­ar J. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi og Ásmund­ur Stef­áns­son, rík­is­sátta­semj­ari, báru kist­una út úr kirkj­unni.

Ein­ar Odd­ur var þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ein­ar Odd­ur var 64 ára að aldri og læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Sigrúnu Gerðu Gísla­dótt­ur og þrjú upp­kom­in börn.

Ein­ar Odd­ur fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942, son­ur hjón­anna Kristjáns Ebenezer­son­ar skip­stjóra og Maríu Jó­hanns­dótt­ur sím­stöðvar­stjóra.

Ein­ar Odd­ur nam við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri. Hann vann sem skrif­stofumaður á ár­un­um 1961-65 og sem póstaf­greiðslumaður 1965-68. Hann var fram­kvæmda­stjóri Fiskiðjunn­ar Hjálms hf. 1968-93 og fram­kvæmda­stjóri Útgerðarfé­lags Flat­eyr­ar 1974-93. Síðar sat hann í stjórn­um og var stjórn­ar­formaður í Hjálmi hf., Vest­firsk­um skel­fiski hf. og Kambi hf.

Ein­ar Odd­ur var fyrst kjör­inn á þing árið 1995 og var þingmaður Vest­fjarða og síðar NV-kjör­dæm­is allt til dauðadags. Hann hóf ung­ur af­skipti af stjórn­mál­um og var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-79, sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps á ár­un­um 1970-82, var formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-90, formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-92. Hann var formaður efna­hags­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar árið 1988.

Ein­ar Odd­ur sat í fjöl­mörg­um stjórn­um um æv­ina. Hann var formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands 1989-92, sat í stjórn At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs árið 1995 og í stjórn Græn­lands­sjóðs síðan 2001. Hann sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða frá 1974. Á ár­un­um 1983-89 sat hann í vara­stjórn Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna og í stjórn Icelandic Freez­ing Plant Ltd í Grims­by 1987-89. Hann var stjórn­ar­formaður Vél­báta­út­gerðarfé­lags Ísfirðinga síðan 1984 og í stjórn Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva 1981-96.

Ein­ar Odd­ur var sæmd­ur heiðurs­merki Fálka­orðunn­ar árið 1992 fyr­ir störf að fé­lags­mál­um, en Ein­ar Odd­ur var einn aðal­höf­und­ur hinn­ar svo­nefndu þjóðarsátt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka