Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til ökumanna að ganga úr skugga um að búnaður vegna eftirvagna þeirra sé í lagi. Á þetta við um tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og kerrur af ýmsu tagi. ökumaður með hestakerru í eftirdragi var stöðvaður af lögreglu í gær og reyndist kerran bæði óskoðuð og án hemlabúnaðar. Þá var þyngd hennar umfram dráttargetu bílsins sem dró hana.