Akureyringar orðnir ríflega 17.000

Sigrún Björk Jakobsdóttir sést hér afhenda Dziubinski-hjónunum blómvöndinn og bókina.
Sigrún Björk Jakobsdóttir sést hér afhenda Dziubinski-hjónunum blómvöndinn og bókina.

Ak­ur­eyr­ing­ar urðu 17.000 í byrj­un júlí þegar hjón­un­um Krzysztof Dziu­binski og Beatu Mieczyslawa Dziu­binska fædd­ist fal­leg­ur son­ur á Fjórðungs­sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. Pilt­ur­inn heit­ir Gabrí­el Óskar Dziu­binski og leit heims­ins ljós þann 3. júlí.

Af þessu til­efni færði bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri, Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fjöl­skyld­unni glæsi­leg­an blóm­vönd og bók­ina „Barnið okk­ar“ í stuttri heim­sókn til þeirra í Smára­hlíðina í gær.

Fjöl­skyld­an hef­ur átt lög­heim­ili á Ak­ur­eyri frá því í fe­brú­ar 2004 og lík­ar vel að búa í bæn­um. Fyr­ir áttu hjón­in þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert