Akureyringar orðnir ríflega 17.000

Sigrún Björk Jakobsdóttir sést hér afhenda Dziubinski-hjónunum blómvöndinn og bókina.
Sigrún Björk Jakobsdóttir sést hér afhenda Dziubinski-hjónunum blómvöndinn og bókina.

Akureyringar urðu 17.000 í byrjun júlí þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska fæddist fallegur sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Pilturinn heitir Gabríel Óskar Dziubinski og leit heimsins ljós þann 3. júlí.

Af þessu tilefni færði bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina „Barnið okkar“ í stuttri heimsókn til þeirra í Smárahlíðina í gær.

Fjölskyldan hefur átt lögheimili á Akureyri frá því í febrúar 2004 og líkar vel að búa í bænum. Fyrir áttu hjónin þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert