Lögreglan handtók átta mótmælendur sem höfðu lokað veginum upp að Hellisheiðarvirkjun í morgun. Að sögn lögreglu höfðu mótmælendurnir lagt bílum sínum þvert á veginn og hlekkjað sig við ökutækin. Lögreglan segir að ekki hafi komið til átaka.
Um 15 til 20 mótmælendur á vegum Saving Iceland voru á svæðinu að sögn lögreglunnar á Selfossi. Einn þeirra klifraði upp í krana og vinnur lögregla nú að því að koma mótmælandanum niður.
Um 10 lögreglumenn fóru á staðinn í morgun, fjórir frá Selfossi og sex frá Reykjavík. Lögreglan tekur nú skýrslu af fólkinu sem var handtekið.
Hvað varðar aðra mótmælendur á svæðinu segir lögregla að þeir hafi komið sér fyrir á vegi sem sé ekki í notkun.
Einn lögreglubíll vaktar nú svæðið.