Geir: Skattalækkunarskrefin enn ekki nógu mörg

Frá ráðstefnunni: Hvaða áhrif hafa skattalækkanir á verðmætasköpun þjóðarinnar?
Frá ráðstefnunni: Hvaða áhrif hafa skattalækkanir á verðmætasköpun þjóðarinnar? mbl.is/Sverrir

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í setningarræðu sinni á ráðstefnunni „Hvaða áhrif hafa skattalækkanir á verðmætasköpun þjóðarinnar?" í dag að Íslendingar hefðu þegar stigið mörg skref í átt að skattalækkunum en að þau skref væru þó enn ekki orðin nógu mörg. Þá sagði hann margt hafa verið gert til að auka samkeppnishæfni og hagsæld íslenska hagkerfisins og að það hafi skilað góðum árangri. Ýmislegt fleira sé þó hægt að gera til að auka árangur enn frekar.

Geir sagði einnig að í þeirri þróun sem þegar hefði orðið hefði verið miðað við að taka það besta bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu. þannig hafi Íslendingar tekið sér athafnasemi og nýsköpun Bandaríkjamanna til fyrirmyndar en einnig reynt að halda í þau gildi Evrópubúa að huga að félagslegum hliðum samfélagsins sem samkennd og bræðralag að leiðarljósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert