Góð veiði á sjóstöng

Fengsæll fiskimaður á Bíldudal
Fengsæll fiskimaður á Bíldudal Af vefnum bildudalur.is

Þýskir sjóstangveiðimenn hafa að undanförnu verið að veiða á sjóstöng frá Bíldudal og aflað vel. Síðasti hópur sem dvalið hefur í viku aflaði 4.600 kg. Margir fiskanna voru stórir, sá stærstu var rúm 22 kg. Þetta kemur fram á vefnum bildudalur.is.

Einnig hafa ferðamenn verið að leigja sér bát og stöng og veitt ásamt því að skoða fjörðinn frá öðru sjónarhorni. Arnarfjörður hefur skartað sínu fegursta að undanförnu og veðurblíðan verið í fyrirrúmi.

Fleiri myndir á Bíldudalsvefnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert