Hættulegasta vikan í umferðinni

Vikan 22. júlí til 28. júlí er hættulegasta vikan í umferðinni á Íslandi samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Þar kemur fram að þrítugasta vika ársins er að jafnaði hættulegasta vikan sé horft til fjölda slasaðra í umferðinni síðustu fimm árin. Alls hafa að meðaltali 35,2 slasast í umferðinni í þessari viku frá árinu 2002. Meðalfjöldi slasaðra á viku síðustu fjögur ár og 11 mánuði er 24,2.

Hættulegasti dagurinn í umferðinni síðustu fimm árin er 21. júlí en að meðaltali hafa 8,4 slasast í umferðinni þann dag. Öruggasti dagurinn í umferðinni er hins vegar 26. janúar þegar 0,8 hafa slasast að meðaltali þann dag í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka