Karlmaður sem slasaðist þegar hann féll niður Laxárgljúfur í seint í gærkvöldi gekkst undir aðgerð í nótt. Að sögn vakthafandi læknis er manninum nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, en vonast er til að maðurinn losni úr henni fljótlega.
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komu manninum til bjargar eftir að hann féll niður gljúfrið og segir lögreglan á Selfossi að björgunarsveitarmennirnir hafi unnið þrekvirki við að ná manninum upp.
Maðurinn, sem er íslenskur, var á ferð við gljúfrið ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð.