Hyggst fara alla leið með Lúkasarmál

Frá minningarathöfn um Lúkas
Frá minningarathöfn um Lúkas mbl.is/Skapti

Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem varð fyrir miklu aðkasti í kjölfar meintrar aftöku á hundinum Lúkasi, hefur kært athæfi þeirra 70 netverja sem voru með aðdróttanir um að Helgi hefði tekið hundinn af lífi, særðu æru hans og höfðu í hótunum við hann.

Erlendur segir að í öllum tilvikum sé um að ræða brot gegn almennum hegningarlögum og reiknar hann með því að nær allir þeir sem vógu að friðhelgi einkalífs skjólstæðings síns verði ákærðir og síðar meir fundnir sekir fyrir dómi. Hann segir að nöfn og kennitölur helmings gerenda liggi fyrir, en í öðrum tilvikum eru ýmist ip-tölur eða notendanöfn á tæru. Hann segir að málið sé athyglisvert og að á ýmislegt eigi sennilega eftir að reyna fyrir dómstólum sem ekki hefur áður verið fjallað um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert