„Líkt og í gufubaði"

Eftir Björgu Magnúsdóttur - bjorg@bladid.net

Á Ítalíu geisa nú eldar og hitinn er gersamlega að ganga frá fólki. Elva Rut Erlingsdóttir, mastersnemi í tísku- og hönnunarskóla í Róm, segir hitann hafa verið gríðarlegan og jafnvel kæfandi að undanförnu. „Ég hálfvorkenni ferðamönnum sem koma hingað því það er nánast ólíft úti á heitasta tímanum."

Um þessar mundir nota Ítalar mest rafmagn af árinu vegna mikillar notkunar á loftræstikerfum og kælingarbúnaði. „Í skólanum er brjálæðisleg loftræsting en hún gerir nánast ekki neitt þar sem veggir bygginganna hitna rosalega."

Fjórir ferðamenn létu lífið þegar eldar fóru yfir suðurhluta landsins. Þúsundir ferðamanna sátu fastir á strönd vegna elda í borginni Peschici, sem er í austurhluta landsins og þurfti fjölmennt björgunarlið þeim til hjálpar. Haft er eftir yfirmanni félagsmála þar í landi að lík tveggja ferðamannanna hafi fundist, brunnin inni í bíl og tvö önnur á ströndinni sjálfri. Bæði bátar og þyrlur voru notaðar til þess að reyna að bjarga á fjórða þúsund ferðamanna og heimamönnum sem stóð ógn af eldunum.

Elva Rut segir Rómarbúa ekki hafa þurft að glíma við mannskæða elda heldur sé hitinn þeirra aðalumhugsunarefni. „Það er ágætisgufubað að vera úti og ég er orðin hálfstressuð yfir rafmagnsreikningum fyrir tímabilið þar sem við Íslendingar erum ekki vanir því að þurfa að borga háar upphæðir fyrir loftræstingu."

Nánar í Blaðinu í dag

Þyrla sækir sér vatn til að nota í baráttunni við …
Þyrla sækir sér vatn til að nota í baráttunni við eldana AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert