„Líkt og í gufubaði"

00:00
00:00
Eft­ir Björgu Magnús­dótt­ur - bjorg@bla­did.net

Á Ítal­íu geisa nú eld­ar og hit­inn er ger­sam­lega að ganga frá fólki. Elva Rut Erl­ings­dótt­ir, mastersnemi í tísku- og hönn­un­ar­skóla í Róm, seg­ir hit­ann hafa verið gríðarleg­an og jafn­vel kæf­andi að und­an­förnu. „Ég hálf­vor­kenni ferðamönn­um sem koma hingað því það er nán­ast ólíft úti á heit­asta tím­an­um."

Um þess­ar mund­ir nota Ítal­ar mest raf­magn af ár­inu vegna mik­ill­ar notk­un­ar á loftræsti­kerf­um og kæl­ing­ar­búnaði. „Í skól­an­um er brjálæðis­leg loftræst­ing en hún ger­ir nán­ast ekki neitt þar sem vegg­ir bygg­ing­anna hitna rosa­lega."

Fjór­ir ferðamenn létu lífið þegar eld­ar fóru yfir suður­hluta lands­ins. Þúsund­ir ferðamanna sátu fast­ir á strönd vegna elda í borg­inni Peschici, sem er í aust­ur­hluta lands­ins og þurfti fjöl­mennt björg­un­arlið þeim til hjálp­ar. Haft er eft­ir yf­ir­manni fé­lags­mála þar í landi að lík tveggja ferðamann­anna hafi fund­ist, brunn­in inni í bíl og tvö önn­ur á strönd­inni sjálfri. Bæði bát­ar og þyrl­ur voru notaðar til þess að reyna að bjarga á fjórða þúsund ferðamanna og heima­mönn­um sem stóð ógn af eld­un­um.

Elva Rut seg­ir Róm­ar­búa ekki hafa þurft að glíma við mann­skæða elda held­ur sé hit­inn þeirra aðal­um­hugs­un­ar­efni. „Það er ágæt­is­gufubað að vera úti og ég er orðin hálf­stressuð yfir raf­magns­reikn­ing­um fyr­ir tíma­bilið þar sem við Íslend­ing­ar erum ekki van­ir því að þurfa að borga háar upp­hæðir fyr­ir loftræst­ingu."

Nán­ar í Blaðinu í dag

Þyrla sækir sér vatn til að nota í baráttunni við …
Þyrla sæk­ir sér vatn til að nota í bar­átt­unni við eld­ana AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert