Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Mót­mæl­end­ur frá Sa­ving Ice­land hafa lokað fyr­ir um­ferð að Hell­is­heiðar­virkj­un með því að hlekkja sig sam­an og við bíla. Sam­tök­in segj­ast vera með þessu að mót­mæla stækk­un virkj­un­ar­inn­ar, óheiðarleg­um viðskipta­hátt­um Orku­veitu Reykja­vík­ur og tengsl­um henn­ar við stríðsrekst­ur. Sam­tök­in segja að 30% af fram­leiddu áli sé selt til her­gagna­fram­leiðslu.

Að sögn lög­reglu eru mót­mæl­end­urn­ir um 10 til 15 tals­ins og hafa nokkr­ir þeirra farið inn á sjálft vinnusvæðið. Einn mót­mæl­end­anna hef­ur klifrað upp í krana á svæðinu.

Eng­in hef­ur verið hand­tek­inn en um tug­ur lög­reglu­manna er á staðnum.

Sem fyrr seg­ir hafa mót­mæl­in truflað um­ferð til og frá virkj­un­inni en eng­in rösk­un hef­ur orðið á um­ferð um Suður­lands­veg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert