Vegkantur gaf sig undan rútu við Dyrhólaey

mbl.is/Jónas

Björgunarsveitin Vík vinnur nú að því að bjarga rútu sem er við það að fara á hliðina á grjótgarði sem liggur að Dyrhólaey. Rútan rann út af garðinum þegar vegkantur gaf sig undan henni er hún vék fyrir fólksbifreið skömmu eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Morgunblaðsins, sem er á staðnum, var rútan full af erlendum ferðamönnum er óhappið varð en engin meiðsl urðu á fólki. Fólkið hefur þegar verið sótt á annarri rútu en leitað er leiða til að bjarga rútunni og mun jafnvel koma til greina að grafa garðinn í sundur til að koma henni á réttan kjöl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert