Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu

Herjólfur í stórsjó við Vestmannaeyjar.
Herjólfur í stórsjó við Vestmannaeyjar. mbl.is

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanaeyjum, segir það vera vonbrigði fyrir Eyjamenn að hugmyndir um jarðgangnagerð á milli lands og eyja hafi verið lagðar á hilluna í þessari atrennu. Þeir hafi a.m.k. átt von á því að meiri rannsóknir færu fram áður en slík ákvörðun yrði tekin. Hann segist hins vegar telja uppbyggingu samgangna á milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru næst besta kostinn og að þar sem svar liggi nú fyrir sé það næsta verkefni að vinna sem best út frá þeirri niðurstöðu.

Þá segir hann enga framtíðarsýn felast í fjölgun ferða Herjólfs um fimmtán á ári. Það leysi einungis brýnasta vandann og menn þurfi því áfram að vinna að framtíðarlausn hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert