Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, kynnti í rík­is­stjórn í dag skýrslu Verk­fræðistofu Sig­urðar Thorodd­sen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vest­manna­eyja og lands. Til­laga sam­gönguráðherra sem var samþykkt ger­ir ráð fyr­ir að í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganga verði öll áform um gerð slíkra ganga lögð á hill­una. Jafn­framt var samþykkt að semja um 15 ár­leg­ar viðbót­ar­ferðir með Herjólfi árin 2008 til 2010.

Á blaðamanna­fundi í dag greindi Kristján frá því að niðurstaða skýrsl­unn­ar er að kostnaður við jarðgöng er tal­inn geta orðið á bil­inu 52 til 80 millj­arðar króna.

Göng sem yrðu steypu­fóðruð þrjá km næst Heima­ey eru tal­in kosta 52 millj­arða en væru þau steypu­fóðruð alla 18 km er kostnaður tal­inn verða 80 millj­arðar. Þá kem­ur fram í skýrsl­unni að álita­mál sé hvort nokk­urn tím­ann geti verið rétt­læt­an­legt að grafa eða reka ,,þetta löng jarðgöng djúpt und­ir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vest­manna­eyja­svæðið vissu­lega er og dæm­in sanna,” eins og seg­ir í sam­an­tekt skýrslu­höf­unda.

„Til­laga sam­gönguráðherra ger­ir einnig ráð fyr­ir að skrifað verði und­ir sam­komu­lag um 15 ár­leg­ar viðbót­ar­ferðir með Herjólfi árin 2008 til 2010 en ferðum Herjólfs hef­ur verið fjölgað veru­lega á þessu ári. Sam­komu­lag um viðbót­ar­ferðir náðist í sam­ræðum sam­gönguráðherra og fjár­málaráðherra við for­stjóra Eim­skips í morg­un. Með nýj­um samn­ingi árið 2005 var kveðið á um 720 reglu­leg­ar ferðir á ári auk nokk­urra auka­ferða. Hef­ur fjöldi ferða því tvö­fald­ast í áföng­um á síðustu árum," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Bakka­fjöru­höfn tek­in í notk­un árið 2010

Þings­álykt­un um sam­göngu­áætlun ár­anna 2007 til 2010 ger­ir ráð fyr­ir því að framtíðarsam­göng­ur milli lands og Eyja verði með nýj­um Herjólfi sem sigli milli Bakka­fjöru og Heima­eyj­ar. Und­ir­bún­ing­ur að gerð hafn­ar í Bakka­fjöru felst meðal ann­ars í breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Rangárþings eystra og verið er að ganga frá útboðslýs­ingu fyr­ir nýja ferju. Hönn­un hafn­ar­inn­ar er haf­in svo og sán­ing á Land­eyjasandi. Gert er ráð fyr­ir að taka megi Bakka­fjöru­höfn í notk­un seint á ár­inu 2010, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Vega­gerðin fól í apríl Verk­fræðistofu Sig­urðar Thorodd­sen hf. að leggja mat á kostnað við gerð jarðganga milli lands og Eyja og fékk VST ýms­ar skýrsl­ur og gögn sem unn­in hafa verið um málið á síðustu miss­er­um og árum, bæði fyr­ir sam­göngu­yf­ir­völd og Ægis­dyr, áhuga­fé­lag um gerð jarðganga milli lands og Eyja. Verk­efni VST fólst í því að leggja mat á kostnað við jarðganga­gerðina á grund­velli fyr­ir­liggj­andi gagna. Ekki skyldi stofna til nýrra rann­sókna eða at­hug­ana. Sam­starfsaðili VST var sviss­neska verk­fræðistof­an Pöyri Intra (áður Electrowatt), sem komið hef­ur að virkj­ana­fram­kvæmd­um á Íslandi und­an­farna ára­tugi.

Skýrsl­an var af­hent full­trú­um sam­gönguráðuneyt­is­ins og Vega­gerðar­inn­ar síðastliðinn þriðju­dag og eft­ir að hafa farið yfir efni skýrsl­unn­ar lagði sam­gönguráðherra til­lög­ur sín­ar fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert