Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann sem mældist á 125 km hraða á Reykjanesbrautinni við Hvassahraun í dag. Að sögn lögreglu er um franskan ferðamann að ræða og neitar hann því að hafa gerst sekur um hraðakstur. Maðurinn heldur því fram að hámarkshraðinn á Reykjanesbraut sé 120 km á klst. en ekki 90 km á klst.

Að sögn varðstjóra hefur lögreglan ekki lent í þessu áður að íslenskum lögum sé algjörlega neitað. Hann segir að maðurinn geti átt von á ákæru neiti hann að gangast við sektarboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka