Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug

mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði öku­mann sem mæld­ist á 125 km hraða á Reykja­nes­braut­inni við Hvassa­hraun í dag. Að sögn lög­reglu er um fransk­an ferðamann að ræða og neit­ar hann því að hafa gerst sek­ur um hraðakst­ur. Maður­inn held­ur því fram að há­marks­hraðinn á Reykja­nes­braut sé 120 km á klst. en ekki 90 km á klst.

Að sögn varðstjóra hef­ur lög­regl­an ekki lent í þessu áður að ís­lensk­um lög­um sé al­gjör­lega neitað. Hann seg­ir að maður­inn geti átt von á ákæru neiti hann að gang­ast við sekt­ar­boðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka