Gömlu viðarhverfihurðinni í inngangi Hótel Borgar skipt út

Hurðin á Hótel Borg
Hurðin á Hótel Borg mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Eft­ir Silju Björk Huldu­dótt­ur

silja@mbl.is

Skipt hef­ur verið um hurð í aðal­inn­gangi Hót­el Borg­ar. Í stað gömlu viðar­hverfi­h­urðar­inn­ar hef­ur verið komið upp nýrri hurð úr krómuðu stáli og gleri. Á næstu dög­um verður síðan sett upp skyggni í stíl fyr­ir ofan nýju hurðina.

"Gamla hurðin hef­ur verið sett í geymslu, enda vissu­lega ágæt hurð og fal­leg," seg­ir Aðal­steinn Karls­son, einn eig­enda Hót­el Borg­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið, og bend­ir á að gamla hurðin hafi ekki upp­fyllt nú­tíma­kröf­ur um flótta­leið komi upp eld­ur í hót­el­inu og því hafi þótt ástæða til að skipta henni út. Aðra megin­á­stæðu þess að eig­end­ur völdu að skipta gömlu hurðinni út fyr­ir nýja seg­ir Aðal­steinn vera þá að gest­ir komust ekki í gegn­um gömlu hverfi­h­urðina með tösk­ur sín­ar. "Gest­ir þurftu þannig ým­ist að fara inn um bak­dyr eða hliðardyr og það var auðvitað mjög óskemmti­legt," seg­ir Aðal­steinn og tek­ur fram að nýir hót­el­rek­end­ur hafi gert kröfu um að skipt yrði um hurð til að auðvelda aðgengi gesta.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert