Hótuðu gjaldþroti

Merki Lyfju
Merki Lyfju mbl.is/Ómar
Eftir Elías Jón Guðjónsson - elias@bladid.net

„Mér var bara stillt upp við vegg. Annað hvort seldi ég eða þeir myndu opna apótek í Borgarnesi og setja mig á hausinn," segir Þór Oddsson, fyrrverandi lyfsali í Borgarnesi, en hann segir stóru lyfsölukeðjurnar, Lyfju og Lyf og heilsu, hafa neytt sig til að selja.

„Ég tók þá ákvörðun að selja til Lyfju og skuldbatt mig jafnframt að opna ekki apótek innan tveggja ára," segir Þór en bætir við: „Keðjurnar sögðu einnig við mig, eftir að ég seldi í Borgarnesi, að ef ég myndi opna apótek í Reykjavík eða annars staðar þá yrði allt gert til þess að gera mér reksturinn erfiðan."

Þór segir nú fjögur ár liðin frá því að hann seldi apótekið í Borgarnesi en hann hafi ekki enn lagt í að að opna nýtt í Reykjavík eða annars staðar. „Ég gæti stofnað nýtt apótek en legg ekki í það því ég er ekki tilbúinn til þess," segir hann.

Þór hefur frá þeim tíma sem hann seldi apótekið í Borgarnesi aflað sér MBA-gráðu til við bótar við lyfjafræðimenntun sína. Hann starfar nú sem lyfjafræðingur á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.

Hanna María Siggeirsdóttir, fyrrverandi lyfsali í Vestmannaeyjum, hefur svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við keðjurnar. „Bæði Lyfja og Lyf og heilsa gerðu tilboð í apótekið mitt. En ég vildi ekkert fara því þetta var mitt lifibrauð,"

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert