Loftbelgsferðir og hvalaskoðun frá Húsavík

mbl.is/Hafþór

Mikil hátíðarhöld standa nú yfir á Húsavík en þar hefur Húsavíkurhátíðin Sænskir dagar staðið yfir alla vikuna. Fjöldi ferðamann er í bænum og eru hvalaskoðunarbátar í stöðugum ferðum út á Skjálfanda. Þá er nú boðið upp á loftbelgsferðin yfir bæinn á vegum sænskra aðila. „Þetta er algjört ævintýri, toppar allt" sagði Guðbergur Rafn Ægisson við fréttaritara fyrir stundu en þá var hann á ferð í loftbelg yfir Húsavík.

Í kvöld verður einnig margt til skemmtunar á hafnarstéttinni, lifandi tónlist og söngur, brenna og flugeldasýning á uppfyllingu sunnan hafnarsvæðisins. Á miðnætti býður Norðursigling svo gestum og gangandi í siglingu um Skjálfanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka