Mikil veiði í Elliðaánum

Laxaganga í Elliðaánum
Laxaganga í Elliðaánum Einar Falur Ingólfsson

Tæp­lega tvöhundruð lax­ar veidd­ust í Elliðaán­um í síðustu viku og eru árn­ar nú afla­hæstu ár lands­ins sé miðað við lax á hverja stöng. Í gær hafði 427 löx­um verið landað úr Elliðaán­um, skv. sam­an­tekt sem birt er á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga. Fyr­ir viku voru 230 lax­ar komn­ir á land og var veiði síðustu viku því 197 lax­ar. þetta kem­ur fram á vef Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Árnar eru í fimmta sæti yfir heild­ar­laxa­fjölda það sem af er sumri, en ein­ung­is er veitt á fjór­ar til sex stang­ir í ánni. Ef reiknað er með að jafnaðarlega sé veitt á fimm stang­ir í ánum, er laxa­fjöld­inn á stöng 85.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert