Mikil veiði í Elliðaánum

Laxaganga í Elliðaánum
Laxaganga í Elliðaánum Einar Falur Ingólfsson

Tæplega tvöhundruð laxar veiddust í Elliðaánum í síðustu viku og eru árnar nú aflahæstu ár landsins sé miðað við lax á hverja stöng. Í gær hafði 427 löxum verið landað úr Elliðaánum, skv. samantekt sem birt er á vef Landssambands veiðifélaga. Fyrir viku voru 230 laxar komnir á land og var veiði síðustu viku því 197 laxar. þetta kemur fram á vef Orkuveitu Reykjavíkur.

Árnar eru í fimmta sæti yfir heildarlaxafjölda það sem af er sumri, en einungis er veitt á fjórar til sex stangir í ánni. Ef reiknað er með að jafnaðarlega sé veitt á fimm stangir í ánum, er laxafjöldinn á stöng 85.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert