fridrik@mbl.is
Drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Norðfjarðarvegi, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, hafa verið lögð fram. Til stendur að byggja jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar auk þess sem nýir vegir verða lagðir beggja vegna gangamunnanna. Framkvæmdin spannar um 16 km langan kafla; nær frá Norðfjarðarvegi, sunnan Eskifjarðar, að Norðfjarðarvegi, norðan Norðfjarðarár í Norðfirði.
Að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar munu hin nýju göng valda straumhvörfum í samgöngumálum á svæðinu. Göngin eru um 6 til 6,5 km löng og liggja þau í mun minni hæð en Oddsskarðsgöng; gert er ráð fyrir að farið sé inn í göngin við Eskifjörð í um 15 metra hæð yfir sjávarmáli, í gegnum Hólafjall og komið út um þau í 70 metra hæð í Fannadal. Sitt hvorum megin við göngin eru tveir tengivegir. Vegurinn Eskifjarðarmegin er um 2 km langur en 7,5 km langur er vegurinn Norðfjarðarmegin.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.