Vel á fimmta hundrað skáta halda til Englands á heimsmót með fjórum flugvélum í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel að sögn Braga Björnssonar aðstoðarskátahöfðingja, en unnið hefur verið að þessu í tvö ár. Þegar er tíu manna hópur kominn á mótsstað og hefur unnið að því undanfarna daga að taka margskonar vörur og búnað út úr tveimur stórum gámum sem sendir voru á undan með skipi. Segir Bragi þetta líklega stærstu hópferð Íslendinga út fyrir landsteinana á skipulagðan viðburð í sögunni.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.