Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók í nótt þrjá unga karl­menn sem voru á hlaup­um í Mos­fells­bæ klædd­ir skikkj­um ein­um fata. Menn­irn­ir voru ölvaðir og höfðu m.a. stolið reiðhjóli úr garði og fán­um af bens­ín­stöð.

Til­kynn­ing barst lög­reglu um kl. 3:30 í nótt. Lög­regl­an fór á staðinn og hafði hend­ur í hári mann­anna, sem eru um 25 ára gaml­ir. Í ljós kom að skikkj­ur mann­anna voru fán­ar sem þeir höfðu stolið af N1-bens­ín­stöð í bæn­um. Ann­ars voru menn­irn­ir á Adams-klæðum og ölvaðir.

Búið er að yf­ir­heyra menn­ina og hef­ur þeim verið sleppt. Þegar þeir voru beðnir um að gefa skýr­ingu á at­hæfi sínu sögðu þeir að þá hefði ávallt langað til að hlaupa um nakt­ir.

Menn­irn­ir eiga yfir höfði sér kær­ur fyr­ir ým­is­kon­ar brot, m.a. þjófnað, blygðun­ar­sem­is­brot og brot á lög­reglu­samþykkt Mos­fells­bæj­ar fyr­ir at­hæfið.

Lög­regl­an hef­ur skilað reiðhjól­inu til síns eig­anda og sömu­leiðis fán­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert