Tekinn á 179 km hraða á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði þrjá ökumenn á Reykjanesbraut fyrir hraðakstur fyrir miðnætti í gærkvöldi. Sá sem ók hraðast var ökumaður á 18. aldursári en hann mældist á 179 km hraða. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Líklegt er að mál hans fari fyrir dómstóla, þar sem sektarreglugerðin nær ekki yfir svo mikinn hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert