Aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna á Hellisheiði

Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, Anne Jakle, sérfræðingur í Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, …
Haukur Leósson, stjórnarformaður OR, Anne Jakle, sérfræðingur í Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, Steven Chalk, undirráðherra endurnýjanlegrar orku, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, Allan Jelacic, verkefnisstjóri jarðhitamála í ráðuneytinu og Grímur Björnsson, forðafræðingur og jarðeðlisfræðingur hjá OR.

Alexander Karsner, sem stýrir umhverfisátaki Bandaríkjastjórnar í orkumálum, sótti Orkuveitu Reykjavíkur heim nú í morgun ásamt föruneyti sínu. Von er á sendinefndum bandarískra þingmanna á næstu vikum. Karsner hóf daginn á skoðunarferð um Hellisheiðarvirkjun undir leiðsögn Guðmundar Þóroddssonar forstjóra OR og Hauks Leóssonar stjórnarformanns.

Að því búnu var haldið í höfuðstöðvar Orkuveitunnar við Bæjarháls þar sem ráðherranum var kynnt starfsemi Orkuveitunnar og fleiri fyrirtækja í orkugeiranum. Lét ráðherrann vel af heimsókninni. Fram hefur komið að verulegir möguleikar felast í nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum og lýsti Jefferson Tester, prófessor við MIT-háskólann, þeim m.a. í fyrirlestri í höfuðstöðvum Orkuveitunnar fyrir skemmstu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OR í dag.

Jarðhitarannsóknir hafa hinsvegar átt undir högg að sækja vestanhafs síðustu ár. Búast má við að þar sé að þar sé að verða breyting á því Orkuveitan á von á sendinefndum þingmanna úr báðum deildum Bandaríkjaþings á næstu vikum, þar á meðal frá fjárveitinganefnd fulltrúadeildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert