Friðrik teflir í Hollandi

Friðrik Ólafsson og Bent Larsen.
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen. mbl.is/Ómar

Friðrik Ólafs­son, stór­meist­ari í skák og fyrr­ver­andi for­seti alþjóðaskák­sam­bands­ins FIDE, verður meðal kepp­enda á alþjóðlegu skák­móti í Arn­hem í Hollandi sem hefst 17. ág­úst nk. Mótið er haldið á veg­um Max Euwe-stofn­un­ar­inn­ar og er í minn­ingu dr. Max Euwe sem var for­seti FIDE á und­an Friðriki. Þátt­tak­end­ur koma víða að úr heim­in­um og eru bæði úr hópi yngri skák­manna og eldri meist­ara. Auk Friðriks taka m.a. þátt Nona Gaprind­hasvili, heims­meist­ari kvenna 1962-1977, og Oscar Panno sem lengi var einn fremsti skák­maður Arg­entínu.

"Við Oscar tefld­um fyrst sam­an 1953 á heims­meist­ara­móti ung­linga í Kaup­manna­höfn. Ég tapaði fyr­ir Oscari, hann varð heims­meist­ari og ég í 3. sæti. Kannski ég reyni að hefna þess nú," sagði Friðrik.

Nær ald­ar­fjórðung­ur er síðan Friðrik tefldi síðast í Hollandi. "Ég tefldi mjög mikið í Hollandi á sín­um tíma og hugsa að ég hafi hvergi teflt fleiri mót en í því landi. Ég tefldi mikið fjöltefli og tefldi víða og meðan ég var for­seti FIDE voru höfuðbækistöðvarn­ar aðallega í Amster­dam. Ég get nán­ast sagt að ég þekki Hol­land bet­ur en Ísland."

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka