Kvartanir vegna rottugangs með minnsta móti í Reykjavík

Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni.
Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni. mbl.is/Sverrir

Rottugangur er með minnsta móti í Reykjavík nú, þótt einstaka sinnum sýni þær sig líkt og sú sem kíkti undan bíl í Norðurmýri í gær.

Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, sagði kvartanir vegna rottugangs aðallega berast á sumrin. Hann sagði mikið hafa dregið úr slíkum kvörtunum og kvartanir í fyrra verið í algjöru lágmarki. Í vor sem leið voru kvartanir enn færri en á sama tíma í fyrra og ef svo fer sem horfir má ætla að rottur verði sjaldséðar í ár í Reykjavík. Guðmundur sagði að á sama tíma væru rottuplágur víða vestan hafs og austan.

Minna hefur veiðst af minkum í Reykjavík nú en í fyrra. Þá veiddust nálægt 100 minkar í borginni, en nú hafa veiðst um 60 minkar og aðalminkaveiðitíminn að baki. Reglulega er fylgst með tófugrenjum í Esjunni og víðar í borgarlandinu og kvaðst Guðmundur hafa heyrt að refum hefði fjölgað. Sílamáfar, sem hrelldu borgarbúa og borgaryfirvöld, virtust hafa yfirgefið borgina að mestu leyti 16. júlí síðastliðinn. Guðmundur sagði að nú væri næstum hending að sjá sílamáf í borginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert