Fastaráð Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykkti á fimmtudag áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Áætlunin felur í sér að herþotur frá NATO-ríkjunum munu hafa viðveru á Íslandi amk. ársfjórðungslega. Flugsveitir verða þá hér um tíma til eftirlits og æfinga.
Í framhaldi af þessari samþykkt verður leitað eftir framlögum aðildarríkjanna til eftirlitsins. Samkvæmt heimildum Blaðsins haf nokkur NATO-ríki þegar sýnt því áhuga að senda hingað orrustuflugvélar.
Viðkomandi ríki munu væntanlega standa straum af kostnaði við að senda flugvélar hingað. Ísland mun hins vegar bera kostnað gistiríkis og greiða fyrir húsnæði og gistingu flugmanna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, tæknilega aðstoð á flugvellinum og annað slíkt.
Sjá nánar í Blaðinu í dag.