Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum

Frá fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis.
Frá fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis. mbl.is/Sverrir

Maður sem mun hafa ráðið 35 ára karl­manni bana með riffli skömmu fyr­ir há­degi í dag í Reykja­vík fannst lát­inn í Al­manna­gjá á Þing­völl­um laust upp úr klukk­an eitt. Mun hann hafa svipt sig lífi með sama skot­vopni og skilið eft­ir bréf til lög­regl­unn­ar þar sem staðfest voru tengsl milli mál­anna.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi hjá lög­regl­unni nú í dag.

Lög­regl­an greindi enn­frem­ur frá því, að eft­ir að fyr­ir lá hvert fórn­ar­lambið var hafi vaknað grun­ur um hver árás­armaður­inn hefði verið, því tengsl hafi verið á milli þeirra. Fórn­ar­lambið hafði ný­verið tekið upp sam­band við fyrr­ver­andi eig­in­konu árás­ar­manns­ins.

Lög­regl­an seg­ir að árás­armaður­inn hafi skotið fórn­ar­lambið í brjóstið þar sem það var við bíl sinn á Sæ­braut við mót Kringlu­mýr­ar­braut­ar að skipta um sprungið dekk. Fórn­ar­lambið komst upp í aðvíf­andi sendi­ferðabíl, og fór ökumaður hans með það að sund­laug­inni í Lauga­dal, að því er talið er til að kom­ast í síma til að hafa sam­band við lög­reglu og sjúkra­lið.

Þegar sjúkra­bíll kom á staðinn var fórn­ar­lambið meðvit­und­ar­laust og hóf­ust þá þegar lífg­un­ar­tilraun­ir. Þeim var fram haldið á slysa­deild, auk þess sem gerð var aðgerð á mann­in­um. Ása Ein­ars­dótt­ir, vakt­haf­andi lækn­ir á slysa­deild­inni, staðfesti í sam­tali við mbl.is að maður­inn hefði verið úr­sk­urðaður lát­inn laust fyr­ir klukk­an eitt.

Lög­regl­an greindi frá því nú síðdeg­is að þegar fyr­ir lá hver hinn látni var hafi kviknað grun­ur um hver kynni að hafa ráðið hon­um bana. Hinn látni hafði ný­verið tekið upp sam­band við fyrr­ver­andi konu hins grunaða.

Um svipað leyti og staðfest var að sá sem fyr­ir árás­inni varð væri lát­inn hefði borist til­kynn­ing um að maður hefði fund­ist lát­inn á Þing­völl­um. Þar hafi verið um að ræða hinn grunaða, og hafði hann svipt sig lífi með sama skot­vopni og hann mun hafa ráðið hinum mann­um bana með, 22 kalíbera riffli.

Í bréfi til lög­regl­unn­ar, sem sá er svipti sig lífi hafði skilið eft­ir í bíl sín­um, staðfesti hann grun lög­regl­unn­ar um hver tengsl væru á milli hans og fórn­ar­lambs­ins.

Lög­regl­an sagði á blaðamanna­fundi í dag að málið teld­ist upp­lýst. Hvor­ug­ur hinna látnu hafði komið við sögu hjá lög­regl­unni áður. Lög­regl­an sagðist ekki telja ástæðu til að ætla að áfengi eða fíkni­efni hefðu komið við sögu. Maður­inn sem svipti sig lífi á Þing­völl­um var á fer­tugs­aldri.

Frá vettvangi á Sæbraut í dag.
Frá vett­vangi á Sæ­braut í dag. mbl.is/​Sverr­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert