ylfa@mbl.is
Mikill meirihluti innlendra sem erlendra ferðamanna er tilbúinn að greiða aðgangseyri að vinsælustu ferðamannastöðum landsins, að því gefnu að peningarnir renni til uppbyggingar og viðhalds staðanna. Þetta segir María Reynisdóttir en hún skrifaði mastersritgerð í ferðamálafræði sem fjallaði um gjaldtöku á ferðamannasvæðum.
Í könnun sem hún lagði fyrir 252 innlenda sem erlenda ferðamenn við Gullfoss og Skaftafell árið 2004 kom í ljós að 92% þeirra voru tilbúin að greiða hóflegt gjald sem miðað við gestafjölda ársins 2003 hefði skilað stöðunum rúmlega 100 milljónum.
Fjöldi ferðamanna hefur aukist töluvert síðan þá.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.