Landslið Íslands í fallhlífarstökki keppir á heimsbikarmóti í Rússlandi

Landslið Íslands í fallhlífastökki dvelur nú við æfingar í Kolomna í Rússlandi við undirbúning fyrir þáttöku í heimsbikarmóti í fallhlífastökki sem haldið verður í Stupino í Rússlandi í ágúst. Meðlimir landsliðsins eru Sigurður Jóhannsson, Hjörtur Blöndal, Örvar Arnarson, Tryggvi Jónasson og Skúli Þórarinsson.

Á meðan á æfingum stendur í Rússlandi hefur liðið ráðið margfaldan heimsmeistara í mynsturflugi að nafni Stephan Lipp, sem var meðlimur í Golden Knights til fjölda ára, en þeir voru heimsmeistarar í mynsturflugi í fjöldamörg ár. Að sögn Sigurðar hefur Stephan komið með mikla þekkingu og tækni við þjálfun á liðinu.

Mynsturflug byggist upp á að raða saman á fyrirfram ákveðinn hátt þeim fjölda af fólki sem í stökkinu er. Aðaltilgangur er að ná sem flestum munstrum eins og hægt er á 35 sekúndum. Með í stökkinu er myndatökumaður sem í okkar tilfelli er Hjörtur og tekur hann upp allar æfingar og mynstrum sem liðið nær að raða saman og dæmt er að lokum eftir þeim myndatökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert