Laxar með

mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Í sum­ar hef­ur borið á því að lax­ar hafi veiðst sem eru með sjúk­dóms­ein­kenni á gotrauf. Frést hef­ur af slík­um til­fell­um meðal ann­ars í Stóru-Laxá, Ölfusá, Þjórsá og víðar. „Við höf­um orðið held­ur bet­ur var­ir við þetta og það má í raun segja að ann­ar hver fisk­ur sé með þessi ein­kenni. Þetta get­ur verið allt frá því að vera smá þrot í það að vera stór sár sem jafn­vel blæðir úr", seg­ir Stein­dór Páls­son formaður Stanga­veiðifé­lags Sel­foss, í sam­tali við frétta­vef­inn sudur­land.is.

Sam­kvæmt Sig­urði Helga­syni fisk­sjúk­dóma- og gerla­fræðingi hafa þau sýni sem komið hafa til rann­sókna ekki bent til þess að ein­hver veru­leg hætta sé á ferðum. „Sýk­ing­in virðist ekki vera slæm, en hins veg­ar er ekk­ert hægt að full­yrða um stöðu mála fyrr en fleiri sýni koma inn til úr­vinnslu. Ég vil hvetja veiðifólk sem verður vart við eitt­hvað óeðli­legt í löx­um að koma með þá til rann­sókna á Fisk­sjúk­dóma­deild Há­skól­ans á Keld­um. Þá skipt­ir máli að hafa fisk­ana sem fersk­asta og í heilu lagi. En fólk get­ur síðan fengið fisk­ana til baka og neytt þeirra, því við þurf­um bara inn­yfl­in", seg­ir Sig­urður, í sam­tali við sudur­land.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert