Lögregla lýsir eftir vitnum að skotárás í Reykjavík

Frá vettvangi á Sæbraut í dag. Bíllinn sem fórnarlambið ók …
Frá vettvangi á Sæbraut í dag. Bíllinn sem fórnarlambið ók er fremst. mbl.is/Sverrir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hugsanlegum vitnum að skotárás er gerð mun hafa verið á mann á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar laust fyrir hádegi í dag. Mun fórnarlambið hafa hlotið sár á brjósti. Árásarmaðurinn, eða mennirnir, gengur laus. Sá sem fyrir árásinni varð var á hvítum fólksbíl.

Haft er eftir sjónarvottum að alblóðugur maður með skotsár á brjóstinu hafi komið að sundlaugunum í Laugardal. Rannsóknarlögreglan hefur girt af vettvang við Kirkjusand.

Samkvæmt heimildum mbl.is munu tveir menn hafa skotið á þann þriðja með riffli. Er þeir hafi ætlað að láta kné fylgja kviði hafi borið að mann á sendiferðabíl og hafi hann tekið fórnarlambið upp í og ekið með það að Laugadalslauginni.

Hvíti bíllinn sem fórnarlambið ók.
Hvíti bíllinn sem fórnarlambið ók. mbl.is/Sverrir
Lögreglumenn lokuðu vettvangi.
Lögreglumenn lokuðu vettvangi. mbl.is/Sverrir
Lögreglubíll á leið á vettvang lenti í árekstri við smárútu …
Lögreglubíll á leið á vettvang lenti í árekstri við smárútu á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar, munu lögreglumenn hafa hlotið minniháttar meiðsl. mbl.is/Sverrir
Lögreglumenn rannsaka umhverfi sundlaugarinnar í Laugadal.
Lögreglumenn rannsaka umhverfi sundlaugarinnar í Laugadal. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert