Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn

Lögreglumenn lokuðu vettvangi skotárásarinnar.
Lögreglumenn lokuðu vettvangi skotárásarinnar. mbl.is/Sverrir

Maður­inn sem varð fyr­ir skotárás í Reykja­vík laust fyr­ir há­degi í dag er lát­inn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um vakt­haf­andi lækn­is á slysa­deild Land­spít­ala há­skóla­sjúkra­húss. Maður­inn fékk eitt skot í brjóst­holið. Hann var flutt­ur á slysa­deild þar sem hann var úr­sk­urðaður lát­inn laust fyr­ir klukk­an eitt.

Lög­regl­unni barst til­kynn­ing um blóðugan mann við sund­laug­arn­ar í Lauga­dal klukk­an 11.42 í dag. Í ljós kom að hann hafði orðið fyr­ir árás á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar, og síðar var staðfest að hún skotárás hafði verið að ræða. Fórn­ar­lambið var karl­maður, fædd­ur 1972.

Að sögn lög­regl­unn­ar hef­ur eng­inn verið hand­tek­inn vegna máls­ins, og árás­ar­manns­ins, sem mun hafa verið einn að verki, er leitað. Eng­in vitni hafa gefið sig fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert