Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn

Skemmdir um borð í Verði.
Skemmdir um borð í Verði. mbl.is/Hilmar Bragi

Skemmdarverk voru unnin um borð í björgunarskipinu Verði í Sandgerðishöfn í gærkvöldi, að því er fram kemur á fréttavefnum vf.is. Smurfeiti var makað víða um skipið, rótað í búnaði og tæmt úr tveimur duftslökkvitækjum innandyra og yfir björgunarhraðbát sem lá utan á Verði.

Mikið var lagt upp úr því að maka smurfeitinni á alla hurðahúna og í sæti. Þá var slökkvidufti meðal annars sprautað yfir tækjabúnað í stýrishúsi. Það hefur því talsverður tími farið í skemmdarverkið, segir í frétt vf.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert