Nýtt náttúrufræðihús

Geymslurými Náttúrufræðistofnunar í Gnoðarvoginum
Geymslurými Náttúrufræðistofnunar í Gnoðarvoginum mbl.is/RAX
Eftir Guðna Einarsson

gudni@mbl.is

Náttúrufræðistofnun Íslands fær nýtt húsnæði og er stefnt að flutningi hennar á næsta ári, að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar forstjóra. Ríkiskaup hafa, fyrir hönd ríkissjóðs, auglýst eftir fullbúnu skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði á leigu fyrir Náttúrufræðistofnun. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 3.500 fermetrar.

"Við erum mjög ánægð, búin að bíða í hálfa öld eftir þessu," sagði Jón Gunnar. Hann sagði húsnæðismál stofnunarinnar hafa lengi verið til umfjöllunar og minnti Jón að um 17 stjórnskipaðar nefndir hefðu fjallað um málið í gegnum tíðina. Hann sagði að stofnunin hefði flutt til bráðabirgða í núverandi húsnæði við Hlemm árið 1958. Vísindasöfn stofnunarinnar væru nú í geymslum úti í bæ við óviðunandi aðstæður.

Gert er ráð fyrir að nýja húsnæðið hýsi alla reglulega starfsemi Náttúrufræðistofnunar og stór hluti húsnæðisins mun fara undir vísindasöfnin. Þau geyma yfir þrjár milljónir muna. Vísindasöfnin verða aðgengilegt fræðimönnum og námsmönnum til rannsókna. Skv. lögum um Náttúruminjasafn Íslands, sem sett voru í mars sl., mun sú stofnun standa að sýningarsafni náttúruminja fyrir almenning. Því er ekki gert ráð fyrir sýningarsal náttúruminja fyrir almenning í nýju húsnæði Náttúrufræðistofnunar.

Núverandi aðstaða Náttúrufræðistofnunar hefur á margan hátt reynst ófullnægjandi. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur frystiklefa, sem Náttúrufræðistofnun hafði á leigu, köstuðu meira en 2.000 fuglasýnum, smáhval og ýmsum minni sýnum eftir að rafmagn fór af klefanum á liðnu hausti. Þá myndaðist mikill raki í sýningarsölum náttúrugripasafnsins þegar hitalögn sprakk og vatn lak á milli hæða í desember sl.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert